Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 17. maí 2018 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Pogba vonast til að vera besti leikmaður HM
Mynd: Getty Images
Franski miðjumaðurinn Paul Pogba ætlar sér stóra hluti með franska landsliðinu á HM í Rússlandi í sumar. Pogba átti þokkalegt tímabil með Manchester United en þykir ekki enn hafa sýnt sitt besta.

Pogba er 25 ára gamall og hefur þegar spilað yfir 50 A-landsleiki fyrir Frakkland. Búist er við að hann verði í byrjunarliðinu í gífurlega sterku liði Frakka.

„Ég vona að ég geti leitt Frakklands til sigurs í Rússlandi. Ég ætla að reyna að vera stjórinn bæði innan og utan vallar," sagði Pogba við Canal+.

„Ég var besti ungi leikmaðurinn á HM 2014 og núna vonast ég til að vera bestur á HM 2018. Ég vona að ég geti sannað mig fyrir öllum, það væri frábært."

Pogba spilar til úrslita í FA bikarnum á laugardaginn þegar Rauðu djöflarnir mæta Chelsea á Wembley. Hann vill hita upp fyrir HM með því að vinna enska bikarinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner