Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 17. maí 2018 10:25
Elvar Geir Magnússon
Líkleg byrjunarlið KR og Breiðabliks - Hver kemur í stað Skúla?
Uppfært: Leikurinn annað kvöld klukkan 19:15
Albert Watson og Aron Bjarki.
Albert Watson og Aron Bjarki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn ungi Willum Þór Willumsson.
Hinn ungi Willum Þór Willumsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
4. umferð Pepsi-deildarinnar fer af stað í kvöld en stærsti leikur umferðarinnar er viðureign KR og Breiðabliks sem fram fer annað kvöld. KR-ingar eru með fjögur stig en Blikar eru á toppnum með fullt hús, níu stig.



KR-ingar spila sinn fyrsta heimaleik en hjá þeim er Skúli Jón Friðgeirsson á meiðslalistanum og verður þar væntanlega fram í júlí. Fótbolti.net spáir því að Aron Bjarki Jósepsson komi inn í hans stað en einnig koma Gunnar Þór og Arnór Sveinn til greina.

Pálmi heldur áfram í sinni frjálsu stöðu en hann hefur verið frábær í upphafi móts. Svo veðjum við á að Björgvin Stefánsson, sem var mjög öflugur hjá Stjörnunni, komi aftur inn í byrjunarliðið og Andre Bjerregaard fái sér sæti á bekknum.



Hjá Blikum er ekki þörf á miklum breytingum en Fótbolti.net spáir því að Ágúst Gylfason byrji á sama liði og vann FH í 2. umferð. Willum Þór Willumsson verði semsagt í byrjunarliðinu en Aron Bjarnason á bekknum.

Í kvöld fimmtudag:
18:00 FH - KA
18:00 Fylkir - ÍBV

Á morgun föstudag:
19:15 Keflavík - Fjölnir
19:15 KR - Breiðablik
19:15 Valur - Stjarnan
19:15 Víkingur - Grindavík

Sjá einnig:
Viðtal við Rúnar Kristins fyrir leikinn
Viðtal við Gumma Steinars fyrir leikinn
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner