Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 17. maí 2018 10:59
Elvar Geir Magnússon
Messi fékk fólk í Suður-Afríku til að gráta af gleði
Messi er dáður í Suður-Afríku, eins og annars staðar!
Messi er dáður í Suður-Afríku, eins og annars staðar!
Mynd: Getty Images
Lionel Messi á aðdáendur um allan heim en hann er nú staddur í Suður-Afríku ásamt liðsfélögum sínum í Barcelona.

Barcelona vann 3-1 sigur gegn Mamelodi Sundowns, meisturunum í Suður-Afríku, í sýningarleik í gær. Hægt er að sjá svipmyndir úr leiknum neðst í fréttinni.

Messi lék aðeins síðustu 20 mínúturnar en Ernesto Valverde, þjálfari Barcelona, hefur lofað argentínsku þjóðinni að Messi mæti 100% ferskur á HM í Rússlandi þar sem Argentína mætir Íslandi í fyrsta leik sínum 16. júní.

Þegar Messi fór að hita upp sáust gleðitár renna meðal 75 þúsund áhorfenda sem voru á leiknum í gær.

Eftir leikinn gaf argentínski snillingurinn sér tíma til að vera á bolamyndum með leikmönnum Mamelodi Sundowns.

Ousmane Dembele, Luis Suarez og Andre Gomes skoruðu mörk Barcelona í leiknum og fékk félagið sérstakan verðlaunagrip, styttu af Nelson Mandela sem var fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Suður-Afríku.

Embed from Getty Images

Athugasemdir
banner
banner
banner