Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fim 17. maí 2018 11:00
Magnús Már Einarsson
Gylfi byrjaður að sparka í bolta á ný
Aron Einar á hjólinu í Katar
Icelandair
Gylfi setur fyrirliðabandið á Aron Einar.
Gylfi setur fyrirliðabandið á Aron Einar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron í Katar í nóvember í fyrra.
Aron í Katar í nóvember í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Björgvin Magnússon
Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson birti í dag myndband á Instagram aðgangi sínum þar sem sést að hann er byrjaður að æfa með bolta eftir meiðslin sem hann varð fyrir í mars síðastliðnum.

Gylfi meiddist á hné gegn Brighton þann 10. mars síðastliðinn og í fyrstu var jafnvel óttast að hann myndi missa af HM.

Nokkrum dögum eftir leikinn gegn Brighton bárust fréttir af því að Gylfi yrði frá keppni í 6-8 vikur. Smá bakslag kom í endurkomuna en Gylfi er byrjaður að æfa með bolta á nýjan leik.

„Góð tilfinning að sparka aftur í bolta," skrifaði Gylfi við myndband í story á Instagram í dag en tæpur mánuður er í fyrsta leik Íslands á HM.

Gylfi er í Florida í Bandaríkjunum en hann æfði með bolta á Isleworth golfvellinum í dag. Hér að neðan má sjá myndbandið af Instagram síðu hans.



Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði segir frá því á Instagram að hann sé að taka framförum hægt og rólega. Hann birti myndband af sér að hjóla en Aron er í endurhæfingu í Aspetar miðstöðinni í Katar.

Low oxygen/high altitude cycling today! Making progress slowly but surely👌

A post shared by Aron Gunnarsson (@arongunnarsson) on


Leikir Íslands í júní
2. júní Noregur (Laugardalsvöllur) - Vináttuleikur
7. júní Gana (Laugardalsvöllur) - Vináttuleikur
16. júní Argentína (Moskva) - HM
22. júní Nígería (Volgograd) - HM
26. júní Króatía (Rostov) - HM
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner