fim 17. maí 2018 14:30
Magnús Már Einarsson
Southgate ekki búinn að loka á Hart
Hart er kominn í sumarfrí.
Hart er kominn í sumarfrí.
Mynd: Getty Images
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, segir að Joe Hart eigi ennþá möguleika á að snúa aftur í enska landsliðið í framtíðinni þrátt fyrir að hafa ekki verið valinn í HM hópinn.

Hart varði mark Englendinga á EM 2016 en hann á 75 landsleiki að baki. Southgate ákvað að velja Jordan Pickford, Jack Butland og Nick Pope í HM hópinn og skilja Hart eftir heima.

„Auðvitað var þetta erfitt val. Joe spilaði flesta leiki okkar í undankeppni, hann hefur verið stór hluti af enska landsliðinu undanfarin ár og er mikils metinn í hópnum," sagði Southgate.

„Á endanum verður þú að horfa á frammistöðuna síðustu 18 mánuðina með félagsliði þínu og strákarnir þrír sem við völdum voru bestu markverðirnir í deildinni á þessu ári."

Hart er á mála hjá Manchester City en eftir lándsvöl hjá Torino og West Ham undanfarin tvö tímabil er óvíst hvað tekur við hjá honum.
Athugasemdir
banner
banner
banner