Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 17. maí 2018 13:15
Fótbolti.net
Líkleg byrjunarlið Vals og Stjörnunnar - Verður breytt um varnarkerfi?
Á morgun föstudag klukkan 19:15
Kemur Alex Þór í byrjunarlið Stjörnunnar?
Kemur Alex Þór í byrjunarlið Stjörnunnar?
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals.
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorarinn Ingi Valdimarsson.
Þorarinn Ingi Valdimarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Á morgun föstudagskvöld mætast Valur og Stjarnan í afar áhugaverðum leik í Pepsi-deild karla.

Bæði lið hafa verið að spila þriggja manna hafsentakerfi en umræða skapast um hvort það væri ekki rétt að fara í fjögurra manna línu. Sérstaklega hefur verið hávær umræða um það í átt að Garðabæjarliðinu sem aðeins er með tvö stig þrátt fyrir að hafa byrjað á þremur heimaleikjum.

Við á Fótbolti.net ætlum að veðja á að þjálfararnir sýni þrjósku og íhaldssemi og haldi sig þó við þriggja manna línurnar.



Guðjón Pétur Lýðsson hefur verið umtalaðasti fótboltamaður vikunnar en hann er áfram í herbúðum Vals. Líklegt er að hann verði áfram á bekknum hjá Valsmönnum sem hafa gert jafntefli í tveimur síðustu leikjum sínum.

Sjá einnig:
Óli Jó og Guðjón búnir að leysa ágreining sinn



Meiðsli hafa herjað á leikmannahóp Stjörnunnar en vængbakverðirnir Jósef Kristinn og Jóhann Laxdal eru báðir á meiðslalistanum.

Varnarleikur Stjörnunnar hefur verið mjög ótraustur í upphafi móts og hlotið mikla gagnrýni enda liðið fengið átta mörk á sig. Það er talsvert leikjaálag um þessar mundir og við veðjum á að Alex Þór Hauksson komi inn fyrir Eyjólf Héðinsson í þessum leik og eigi að veita varnarlínunni skjól.

Baldur Sigurðsson fékk skurð á höfuðið í síðasta leik en á að vera klár í slaginn.

Í kvöld fimmtudag:
18:00 FH - KA
18:00 Fylkir - ÍBV

Á morgun föstudag:
19:15 Keflavík - Fjölnir
19:15 KR - Breiðablik
19:15 Valur - Stjarnan
19:15 Víkingur - Grindavík
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner