banner
   fim 17. maí 2018 16:30
Magnús Már Einarsson
Adolf Bitegeko kominn með leikheimild með KR (Staðfest)
Adolf Bitegeko.
Adolf Bitegeko.
Mynd: KR
Adolf Mtasingwa Bitegeko, frá Tansaníu, er kominn með félagaskipti yfir í KR.

Adolf er miðjumaður frá Tansaníu en hann var á reynslu hjá KR í æfingaferð liðsins á Spáni í vor. Hann er nú kominn með félagaskipti í KR.

Á ferli sínum hefur Adolf leikið leiki með yngri landsliðum Tansaníu.

„Hann er ennþá gjaldengur í 2. flokk og er efnilegur framtíðarleikmaður. Við hrifumst af honum í þessari æfingaferð og viljum fá hann til okkar," sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR við Fótbolta.net á dögunum.

„Hann er ennþá gjaldgengur í 2. flokk og fær þá alltaf leiki. Það er jákvætt fyrir stráka sem er í 2. flokk að fá leiki ef þeir spila ekki alltaf með meistaraflokki."

„Það gefur honum meiri tíma til að aðlagast íslenskum fótbolta og íslenskum aðstæðum. Þetta er allt öðruvísi menning og allt annað hitabelti. Þessir strákar sem eru að koma frá Afríku þurfa yfirleitt 1-2 ár til að aðlagast. Maður þekkir það bara frá Noregi og víðar."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner