Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 17. maí 2018 14:42
Magnús Már Einarsson
Arsenal ætlar að ræða við Henry - Arteta ennþá líklegastur
Mynd: Getty Images
Arsenal ætlar að ræða við Thierry Henry í næstu viku og skoða áhuga hans á að taka við stjórastöðunni hjá félaginu.

Arsenal er að leita að eftirmanni Arsene Wenger sem er hættur eftir 22 ára starf.

Mikel Arteta, aðstoðarstjóri Manchester City og fyrrum leikmaður Arsenal, er efstur á óskalista félagsins en hann fundaði með forráðamönnum Arsenal í dag.

Arsenal ætlar þó einnig að ræða við fleiri aðila og í næstu viku er stefnt á að funda með Henry.

Henry er í þjálfarateymi belgíska landsliðsins í dag en hann spilaði með Arsenal frá 1999-2007 og er markahæstur í sögu félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner