fim 17. maí 2018 17:25
Magnús Már Einarsson
Guardiola framlengir við Man City (Staðfest)
Sáttur hjá City.
Sáttur hjá City.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur skrifað undir nýjan samning við Englandsmeistarana.

Nýi samningurinn gildir til ársins 2021.

Hinn 47 ára gamli Guardiola kláraði bæði samninga sína hjá Barcelona og Bayen Munchen og ef hann gerir slíkt hið sama hjá City þá verður hann að minnsta kosti í fimm ár hjá félaginu.

„Ég er svo ánægður og spenntur. Það er ánægja að vinna hér," sagði Guardiola eftir undirskrift.

Manchester City setti stigamet í ensku úrvalsdeildinni á nýliðnu tímabili en liðið endaði með 100 stig. City vann einnig enska deildabikarinn á tímabilinu.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner