fim 17. maí 2018 18:51
Elvar Geir Magnússon
Illa mætt í illviðrinu - Líka á leikinn sem er inni
Það er mikið rok í Hafnarfirðinum.
Það er mikið rok í Hafnarfirðinum.
Mynd: Fótbolti.net - Egill Sigfússon
Það er mígandi rigning og rok á höfuðborgarsvæðinu og flest fótboltaáhugafólk virðist hafa ákveðið að halda sig heima.

Nú er kominn í hálfleikur í leikjunum tveimur sem fram fara í kvöld en illa er mætt á báða leikina, líka leikinn í Egilshöll þar sem ÍBV heimsækir Fylkir.

Egill Sigfússon, fréttaritari Fótbolta.net, giskar á að um 300 manns séu á leik FH og KA þar sem staðan er markalaus.

Rokið hefur mikil áhrif á leikinn eins og sást til dæmis í skalla Daníels Hafsteinssonar sem nánast stöðvaðist í loftinu en KA lék á móti vindi í fyrri hálfleiknum.

Í Egilshöllinni skrifaði okkar maður í textalýsinguna eftir tveggja mínútna leik: „Það er æfingaleikjabragur yfir stúkunni í dag. Sirka 100 manns mættir á þennan leik."

Fylkir leiðir 1-0 í hálfleik en Jonathan Glenn, fyrrum leikmaður ÍBV, skoraði markið.

Það er risastór handboltaleikur í Eyjum í gangi núna milli ÍBV og FH í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn. Sá leikur hefur væntanlega einnig áhrif á mætinguna.

Beinar textalýsingar:
18:00 FH 0 - 0 KA
18:00 Fylkir 1 - 0 ÍBV

Tveimur leikjum sem áttu að vera í kvöld var frestað; KR - Breiðablik og Keflavík - Fjölnir. Þeir voru færðir aftur um sólahring.

Sjá einnig:
Búið að fresta tveimur leikjum
FH bað um frestun en KA vildi spila
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner