fim 17. maí 2018 20:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danmörk: Hannes og félagar standa vel að vígi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson er að klára tímabil sitt í Danmörku áður en hann kemur til móts við íslenska landsliðið fyrir HM í Rússlandi.

Sjá einnig:
Fyrsta æfing landsliðsins fyrir HM var í dag

Hannes stóð í marki Randers er liðið sigraði Lyngby á útivelli í baráttunni um að halda sæti sínu í dönsku úrvalsdeildinni.

Þetta var fyrri leikur liðanna. Randers komst í 2-0 eftir að klukkutími var liðinn. Staðan var 2-0 eftir 90 mínútur en í uppbótartímanum minnkaði Lyngby muninn.

Lokatölurnar 2-1 fyrir Randers sem eru frábær úrslit þar sem þessi leikur fór fram á heimavelli Lyngby.

Sigurvegarinn úr þessu einvígi heldur sæti sínu í deildinni, en tapliðið mætir liðinu sem endar í 3. sætinu í B-deildinni. Eftir leikinn í kvöld eru Hannes og félagar í góðum málum.
Athugasemdir
banner
banner
banner