Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 17. maí 2018 20:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu Fylki skora eftir hörmuleg mistök Derby Carrillo
Derby Carrillo gerði sig sekan um mistök.
Derby Carrillo gerði sig sekan um mistök.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir hafði betur gegn ÍBV þegar liðin mættust í Pepsi-deild karla á þessu fimmtudagskvöldi. Leikurinn fór fram inn í Egilshöllinni á meðan vonskuveður var úti.

Lítið var búið af leiknum þegar fyrsta markið kom en það gerði Jonathan Glenn fyrir Fylkismenn.

Markið kom eftir hörmuleg mistök markvarðar ÍBV, Derby Carrillo sem kom út úr marki sínu og sparkaði boltanum í bakið á Glenn. Þaðan barst boltinn til Ragnars Braga Sveinssonar en hann renndi honum á Glenn sem var fyrir auðu marki.

„Hrikaleg mistök hjá Derby í markinu!! Misheppnuð hreinsun sem fer í bakið á Glenn og boltinn fer beint á Ragnar Braga á hægri kantinum sem sendir boltann fyrir og Glenn kláraði í autt markið," skrifaði Elvar Magnússon í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.

Vísir.is hefur birt myndband af markinu. Það má sjá með því að Smella hér

Hákon Ingi rangstæður
Svo virðist sem Ragnar Bragi hafi verið rangstæður þegar boltinn fór af Glenn. Markið hefði því ekki átt að standa.

Guðmundur Benediktsson vakti athygli á þessu á Twitter.



Athugasemdir
banner
banner
banner