Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fös 18. maí 2018 10:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Enska uppgjörið - 4. sæti: Liverpool
Jurgen Klopp er knattspyrnustjóri Liverpool.
Jurgen Klopp er knattspyrnustjóri Liverpool.
Mynd: Getty Images
Mohamed Salah var frábær í vetur.
Mohamed Salah var frábær í vetur.
Mynd: Getty Images
Roberto Firmino var næst markhæstur hjá Liverpool, skoraði 15 mörk.
Roberto Firmino var næst markhæstur hjá Liverpool, skoraði 15 mörk.
Mynd: Getty Images
Loris Karius hélt markinu tíu sinnum hreinu.
Loris Karius hélt markinu tíu sinnum hreinu.
Mynd: Getty Images
Sadio Mane skoraði tíu mörk og lagði upp sjö.
Sadio Mane skoraði tíu mörk og lagði upp sjö.
Mynd: Getty Images
Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fór fram á sunnudaginn, í þessum lið, enska uppgjörið er farið yfir tímabilið hjá liðunum í ensku úrvalsdeildinni. Nú er komið að því að skoða hvað gerðist hjá Liverpool í vetur.

Liverpool náði í Meistaradeildarsæti annað árið í röð en það var ekki öruggt fyrir lokaumferðina að þeir færu í Meistaradeildina en 4-0 sigur á Brighton gulltryggði sætið í Meistaradeildinni.

Liðið byrjaði tímabilið á því að gera jafntefli við Watford, 3-3. En í næstu tveimur leikjum á eftir komu sigrar gegn Crystal Palace og Arsenal. Fyrsta tapið kom í 4. umferð gegn Manchester City.

Lærisveinar Jurgen Klopp byrjuðu árið í 4. sæti með 41 stig. Um miðjan janúar varð Liverpool fyrsta liðið til að vinna Manchester City í deildinni þegar þeir sigruðu þá í miklum markaleik, 4-3.

Það var mikið skorað í leikjum Liverpool í vetur og þeir skoruðu næst mest í deildinni, 84 mörk, aðeins Manchester City skoraði meira. Mohamed Salah skoraði 32 af þessum 84 mörkum Liverpool í deildinni.

Besti leikmaður Liverpool á tímabilinu:
Mohamed Salah fær þennan titil, magnað tímabil hjá honum en hann skoraði 32 mörk og lagði upp 10 á sínu fyrsta tímabili hjá Liverpool.

Þessir sáu um að skora mörkin:
Mohamed Salah - 32 mörk
Roberto Firmino - 15 mörk
Sadio Mane - 10 mörk
Coutinho - 7 mörk
Emre Can - 3 mörk
Alex Oxlade-Chamberlain - 3 mörk
Dejan Lovren - 2 mörk
Daniel Sturridge - 2 mörk
Trent Alexander-Arnold - 1 mark
Jordan Henderson - 1 mark
Danny Ings - 1 mark
Ragnar Klavan - 1 mark
Joel Matip - 1 mark
Andrew Robertson - 1 mark
Dominic Solanke - 1 mark
Georginio Wijnaldum - 1 mark

Þessir lögðu upp mörkin:
Mohamed Salah - 10 stoðsendingar
Roberto Firmino - 7 stoðsendingar
Sadio Mane - 7 stoðsendingar
Alex Oxlade-Chamberlain - 7 stoðsendingar
Coutinho - 6 stoðsendingar
Andrew Robertson - 5 stoðsendingar
Emre Can - 4 stoðsendingar
James Milner - 3 stoðsendingar
Joseph Gomez - 2 stoðsendingar
Georginio Wijnaldum - 2 stoðsendingar
Trent Alexander-Arnold - 1 stoðsendingar
Jordan Henderson - 1 stoðsending
Dejan Lovren - 1 stoðsending
Dominic Solanke - 1 stoðsending
Daniel Sturridge - 1 stoðsending

Flestir spilaðir leikir:
Roberto Firmino - 37 leikir
Mohamed Salah - 36 leikir
Georginio Wijnaldum - 33 leikir
James Milner - 32 leikir
Alex Oxlade-Chamberlain - 32 leikir
Dejan Lovren - 29 leikir
Sadio Mane - 29 leikir
Jordan Henderson - 27 leikir
Emre Can - 26 leikir
Joel Matip - 25 leikir
Joseph Gomez - 23 leikir
Andrew Robertson - 22 leikir
Dominic Solanke - 21 leikur
Trent Alexander-Arnold -19 leikir
Loris Karius -19 leikir
Ragnar Klavan -19 leikir
Simon Mignolet - 19 leikir
Alberto Moreno -16 leikir
Coutinho - 14 leikir
Virgil van Dijk - 14 leikir
Adam Lallana - 12 leikir
Daniel Sturridge - 9 leikir
Danny Ings - 8 leikir
Nathaniel Clyne - 3 leikir
Marko Grujic - 3 leikir
Divock Origi - 1 leikur
Ben Woodburn - 1 leikur

Hvernig stóð vörnin í vetur?
Liverpool fékk á sig 38 mörk í deildinni, fjórum mörkum minna en á síðasta tímabili. Karius hélt markinu hreinu tíu sinnum en Mignolet sjö sinnum, þarna er einnig bæting frá því í fyrra en Liverpool hélt þá markinu hreinu 12 sinnum.

Hvaða leikmaður skoraði hæst í Fantasy Premier leauge í vetur?
Salah endaði lang stigahæstur í Fantasy leiknum vinsæla, fékk 303 stig en eins og áður hefur komið fram skoraði hann 32 mörk og lagði upp 10.

Hvernig spáði Fótbolti.net fyrir um gengi Liverpool á tímabilinu?
Fótbolti.net spáði rétt fyrir um gengi Liverpool á tímabilinu, 4. sætið var niðurstaðan hjá Liverpool eins og Fótbolti.net spáði.

Spáin fyrir enska - 4. sæti: Liverpool

Fréttayfirlit: Hvað gerðist hjá Liverpool á tímabilinu
England: Liverpool tók Arsenal í kennslustund
Henderson: Við erum í stórkostlegu formi
Klopp: Arsenal ekki með í nema tíu mínútur
England: Liverpool ekki í neinum vandræðum með Swansea
Alexander-Arnold: Draumur að verða að veruleika
Klopp: Efast um að Man City tapi fleiri leikjum
England: Þægilegur sigur Liverpool staðreynd - Salah skoraði fernu
Salah: Án þessara liðsfélaga væri ég aldrei búinn að skora svona mikið
England: Liverpool í Meistaradeildina - Swansea féll

Enska uppgjörið:
1.
2.
3.
4.
5. Chelsea
6. Arsenal
7. Burnley
8. Everton
9. Leicester
10. Newcastle
11. Crystal Palace
12. Bournemouth
13. West Ham
14. Watford
15. Brighton
16. Huddersfield
17. Southampton
18. Swansea
19. Stoke
20. West Brom
Athugasemdir
banner
banner
banner