Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 17. maí 2018 21:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Wolfsburg vann fyrri leikinn
Mynd: Getty Images
Eiður Aron er fyrrum leikmaður Holstein Kiel.
Eiður Aron er fyrrum leikmaður Holstein Kiel.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Wolfsburg 3 - 1 Holstein Kiel
1-0 Divock Origi ('13)
1-1 Kingsley Schindler ('34)
2-1 Josip Brekalo ('40)
3-1 Yunus Malli ('56)

Wolfsburg sigraði Holstein Kiel í fyrri leik liðanna í umspili um síðasta lausa sæti í þýsku úrvalsdeildinni fyrir næsta tímabili.

Wolfsburg olli miklum vonbrigðum á tímabilinu og endaði í 16. sæti af 18 liðum í þýsku úrvalsdeildinni. Liðið berst nú fyrir lífi sínu.

Staðan er ágæt fyrir Wolfsburg eftir kvöldið þar sem liðið vann 3-1. Divock Origi kom Wolfsburg yfir á 13. mínútu áður en Kiel jafnaði. Staðan var 2-1 fyrir Wolfsburg í hálfleik og gerði Tyrkinn Yunus Malli þriðja markið í upphafi seinni hálfleiks.

Lokatölur 3-1 en seinni leikur liðanna er næstkomandi mánudag. Þar skýrist hvort liðið verður í þýsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.

Þess má geta að varnarmaðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson lék með Holstein Kiel frá nóvember 2015 fram í maí 2017, þegar hann fór í Val þar sem hann varð Íslandsmeistari á síðustu leiktíð. Eiður Aron kom eins og stormsveipur inn í lið Vals.

Kiel var að spila í C-deild þegar Eiður Aron var hjá félaginu en komst upp í B-deildina í fyrsta sinn í 36 ár árið 2017, þegar Eiður yfirgaf félagið. Á sínu fyrsta tímabili í B-deild endaði liðið í 3. sæti og komst þar með í umspilið gegn Wolfsburg.
Athugasemdir
banner
banner