Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 17. maí 2018 23:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
West Ham mjög nálægt því að fá „stórt nafn"
Eigendur West Ham, David Sullivan og David Gold.
Eigendur West Ham, David Sullivan og David Gold.
Mynd: Getty Images
David Sullivan, annar eiganda West Ham, segir að félagið sé mjög nálægt því að ráða „stórt nafn" í stjórastól félagsins.

David Moyes mun ekki halda áfram með West Ham, eitthvað sem hefur valdið óánægju hjá Gylfa Orrasyni, einum harðasta stuðningsmanni West Ham á Íslandi.

Moyes tók við West Ham af Slaven Bilic í nóvember og skilaði liðinu í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Nú mun einhver annar taka við skútunni og samkvæmt yfirlýsingu frá öðrum eiganda West Ham verður það þekkt nafn í bransanum sem mun taka við liðinu. „Þetta er spennandi tími fyrir félagið. Við erum að undirbúa ráðningu á stjóra sem hefur náð árangri á hæsta stigi leiksins," segir í yfirlýsingunni.

Manuel Pellegrini er orðinn líklegastur í starfið. Pellegrini er fyrrum stjóri Real Madrid og Manchester City. Síðustu tvö árin hefur hann þjálfað Hebei China Fortune í Kína.

Rafa Benitez, Unai Emery og Claudio Ranieri hafa einnig verið orðaðir við starfið hjá Lundúnarfélaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner