Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 17. maí 2018 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Takkaskór Salah orðnir að safngrip
Salah vann gullskóinn.
Salah vann gullskóinn.
Mynd: Getty Images
Mohamed Salah hefur átt magnað tímabil, tímabil sem hann sem og aðrir munu seint gleyma.

Salah skoraði 32 mörk í 38 leikjum í ensku úrvalsdeildinni og setti met yfir flest mörk skoruð á 38 leikja tímabili í deild þeirra bestu á Englandi. Áður var metið 31 mark.

Salah er í stuði þessa daganna og hefur núna ákveðið að gefa hinu heimsfræga Brit­ish Muse­um safninu í Lundúnum takkaskó sína að gjöf. Takkaskórnir verða til sýnis á safninu næstu daga eða fram að leik úrslitaleik Liverpool og Real Madrid í Meistaradeildinni.

Skórnir verða innan um forngripi frá Egyptalandi.



Athugasemdir
banner
banner
banner