Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 18. maí 2018 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Buffon: Hefði faðmað Oliver tveimur dögum seinna
Buffon í faðmlögum.
Buffon í faðmlögum.
Mynd: Getty Images
Gianluigi Buffon hefur loksins viðurkennt að hann fór yfir strikið með ummælum sínum eftir leik Real Madrid og Juventus í Meistaradeildinni í apríl.

Buffon var brjálaður eftir að Juventus féll úr leik í Meistaradeildinni. Hann lét Michael Oliver, dómara, heyra það og líkti honum við rusaltunnu.

Buffon hefur beðist afsökunar á ummælum sínum og mun sætta sig við það ef hann fer í bann vegna þeirra.

„Ég sé ekki eftir því sem ég sagði inn á vellinum, en eftir leikinn fór ég yfir strikið. Ég biðst innilegrar afsökunar á því."

„Dómarinn er manneskja sem sinnir mjög erfiðu starfi. Ef ég hefði hitt hann tveimur dögum seinna, þá hefði ég faðmað hann og beðist afsökunar. Ég hefði líka sagt við hann að hann hefði mótt vera rólegri í eins mikilvægum leik og þetta var."

UEFA er búið að ákæra Buffon fyrir ummæli sín.

Orðaður við PSG
Buffon er á förum frá Juventus. Hann hefur hefur staðfest að hann spili sinn síðasta leik með Juventus gegn Hellas Verona í lokaumferð Serie A á laugardaginn.

Hinn fertugi Buffon hefur verið í 17 ár hjá Juventus en hann varð dýrasti markvörðurinn í sögunni þegar félagið keypti hann frá Parma á 32,6 milljónir punda árið 2001.

Buffon er á förum frá Juventus en hann útilokar það ekki að halda áfram fótboltaiðkun. Hann kveðst vera með spennandi tilboð í höndunum.

Samkvæmt frönsku fjölmiðlunum Canal + og Le Parisien er Paris Saint-Germain eitt þeirra félaga sem hefur áhuga á Buffon. Parísarliðið hefur sent markverðinum tveggja ára samningstilboð.

Buffon á eftir að vinna Meistaradeildina. Fær hann annað tækifæri til þess í París?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner