Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 18. maí 2018 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Tel að ég eigi heima í hópnum"
Wilshere í leik með Englandi gegn Íslandi á EM í Frakklandi.
Wilshere í leik með Englandi gegn Íslandi á EM í Frakklandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Jack Wilshere er auðvitað á þeirri skoðun að hann eigi að vera í enska landsliðshópnum sem fer á HM í Rússlandi, en Wilshere Wilshere er ekki í hópnum.

Wilshere hefur verið mjög meiðslahrjáður í gegnum tíðina en hefur sloppið vel á þessu tímabili. Hann spilaði 38 leiki fyrir Arsenal í öllum keppnum á tímabilinu og stóð sig almennt vel.

Hann hlaut hins vegar ekki náð fyrir augum landsliðsþjálfarans Gareth Southgate.

Wilshere tjáði sig um valið á Twitter í gær.

„Það er kominn tími á að ég segi það sem ég þarf að segja," skrifaði Wilshere. „Það þarf vart að segja það að ég er ótrúlega vonsvikinn að vera ekki valinn í hóp Englands sem fer á HM."

„Ég hef verið í góðu formi, beittur og sterkur á tímabilinu og ég tel að ég eigi heima í hópnum!

Hinn 26 ára gamli Wilshere bætti svo við:

„Ef ég hefði fengið tækifærið þá hefði ég getað haft mikil áhrif. En ég virði val þjálfarans og ég vil óska hópnum öllum hins besta á mótinu. Ég verð alltaf stuðningsmaður Englands og mun styðja strákanna ásamt allri þjóðinni."

England er í riðli með Túnis, Panama og Belgíu á HM.





Athugasemdir
banner
banner
banner