fös 18. maí 2018 08:30
Magnús Már Einarsson
Buffon til Liverpool?
Powerade
Kemur Buffon í enska boltann?
Kemur Buffon í enska boltann?
Mynd: Getty Images
Chelsea vill kaupa Martial.
Chelsea vill kaupa Martial.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru með nóg af kjaftasögum þessa dagana enda er búið að opna félagaskiptagluggann á nýjan leik.



Liverpool vill fá markvörðinn Gianluigi Buffon (40) sem er á förum frá Juventus eftir 17 ára hjá félaginu. Liverpool gæti hins vegar fengið samkeppni fá Manchester City um þjónustu Buffon. (Sun)

Mikel Arteta er nálægt því að taka við sem stjóri Arsenal. (Telegraph)

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, og Txiki Begiristain, yfirmaður fótboltamála, hafa gefið aðstoðarstjóranum Arteta leyfi til að ræða við Arsenal. (Sport)

Rafael Benítez vill frekar vera áfram hjá Newcastle en taka við West Ham. Hann vill hins vegar fá það staðfest að hann fái pening til leikmannakaupa frá eigandanum Mike Ashley. (Telegraph)

Benítez vill fá 100 milljónir punda til að eyða í leikmenn og fá að stjórna sjálfur hvaða leikmenn koma. Þá vill han fá nýjan samning upp á sex milljónir punda í árslaun. (Express)

Manchester United ætlar að hefja viðrður við Mónakó um kaup á bakverðinum Djibril Sidibe (25). (Le 10 Sport)

United er að klára kaup á Alex Sandro (27) vinstri bakverði Juventus á 43,7 milljónir punda. (La Stampa)

Arsenal gæti selt miðjumanninn Aaron Ramsey (27) ef hann skrifar ekki undir nýjan samning í sumar. (Sun)

Juventus vill fá framherjann Alvaro Morata (25) aftur til Chelsea. Morata spilaði með Juventus frá 2014 til 2016. (Independent)

Chelsea hefur útilokað að selja framherjann Michy Batshuayi (24) til Borussia Dortmund. Batshuayi var á láni hjá Dortmund síðari hlutann á núverandi tímabili. Chelsea er hins vegar til í að selja Morata til Dortmund. (Mirror)

Chelsea hefur teiknað upp lista af leikmönnum sem eftirmaður Antonio Cone getur keypt. Anthony Martial (22) framherji Manchester United og Jean-Michael Seri (26) miðjumaður Nice eru á listanum. (Mail)

Sergio Aguero (29) segist vera ánægður hjá Manchester City. Hann býst ekki við að leika með Lionel Messi hjá öðru liði en argentínska landsliðinu áður en ferlinum lýkur. (Corriere dello Sport)

Umboðsmaður Jorginho (26), miðjumanns Napoli, segir að félagaskipti hans til Manchester City verði formsatriði um leið og félögin ná saman um kaupverð. Napoli vill fá allt að 60 milljónir punda fyrir Jorginho en City vill borga næ 50 milljónum punda. (Manchester Evening News)

Napoli hefur sett 104,7 milljóna punda verðmiða á miðvörðinn Kalidou Koulibaly (26) til að koma í veg fyrir að hann fari til Real Madrid, Chelsea eða Manchester United. (RAI Sport)

Paulo Fonseca, þjálfari Shakhtar Donetsk, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið. Fonseca hefur verið orðaður við bæði Everton og West Ham að undanförnu. (Shakhtar Donetsk)

Leicester hefur náð samkomulagi við Porto um kaup á varnarmanninum Ricardo Pereira (24) á 17,5 milljónir punda. (A Bola)

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, telur að Real Madrid myndi einungis leyfa Cristiano Ronaldo að fara í félag í Bandaríkjunum en ekki í félag í Evrópu. (Marca)

Neymar (26) er byrjaður að æfa á ný eftir meiðsli sem hafa haldið honum frá keppni síðan í februar. (Mail)

Portúgalski miðjumaðurinn Ruben Neves (21) segist hafa engan áhuga á að fara frá Wolves. Neves átti stóran þátt í því að Wolves komst upp í ensku úrvalsdeildina í vor. (Express and Star)
Athugasemdir
banner
banner
banner