Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 18. maí 2018 09:02
Elvar Geir Magnússon
Arnór verður líklega með um helgina
Arnór hefur spilað 18 landsleiki og skorað 5 mörk.
Arnór hefur spilað 18 landsleiki og skorað 5 mörk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason stefnir á að ná næsta leik Malmö, deildarleik gegn Hacken á sunnudag.

Hann meiddist á ökkla í fyrri hálfleik gegn Trelleborg í um síðustu helgi og fór af þeim sökum út af.

Meiðslin eru ekki alvarleg.

„Þetta er ekk­ert al­var­legt sem er að og mark­miðið er að ná leikn­um á sunnu­dag­inn," sagði Arn­ór við RÚV.

Arnór var valinn í HM hóp Íslands sem fer til Rússlands.

Malmö hefur ekki farið nægilega vel af stað í sænsku deildinni og er með 11 stig eftir 10 leiki. Liðið leikur sinn síðasta leik fyrir HM hlé þann 27. maí.

Leikir Íslands í júní
2. júní Noregur (Laugardalsvöllur) - Vináttuleikur
7. júní Gana (Laugardalsvöllur) - Vináttuleikur
16. júní Argentína (Moskva) - HM
22. júní Nígería (Volgograd) - HM
26. júní Króatía (Rostov) - HM
Athugasemdir
banner
banner