fim 24. maí 2018 07:45
Elvar Geir Magnússon
Lið 5. umferðar - Grindavík á þjálfarann og tvo leikmenn
Baldur Sigurðsson var öflugur gegn Fylki.
Baldur Sigurðsson var öflugur gegn Fylki.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Davíð Örn Atlason er í liði umferðarinnar.
Davíð Örn Atlason er í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
5. umferð Pepsi-deildarinnar lauk með þremur leikjum í gærkvöldi. Búið er að velja mann umferðarinnar en þar varð Sito í Grindavík fyrir valinu.

Sjá einnig:
Leikmaður 5. umferðar - Sito

Sito kom til Grindvíkinga rétt fyrir lok gluggans og hann reyndist hetjan þegar hann skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri gegn Íslandsmeisturum Vals í gær.

Gunnar Þorsteinsson kemst einnig í úrvalsliðið og þá er Óli Stefán Flóventsson þjálfari umferðarinnar.



Nafnar í Keflavík þóttu bestu menn vallarins þegar markalaust jafntefli gegn KA varð niðurstaðan. Sindri Þór Guðmundsson og markvörðurinn Sindri Kristinn Ólafsson.

Stjarnan skein skært í 3-0 sigri gegn Fylki. Smalinn Baldur Sigurðsson var maður leiksins og gerði tilkall í að vera leikmaður umferðarinnar. Þá heldur Hilmar Árni Halldórsson uppteknum hætti og er nú kominn með 7 mörk í 5 fyrstu umferðunum og er valinn í úrvalsliðið í þriðja sinn.

Almarr Ormarsson í Fjölni og Óskar Örn Hauksson í KR eru í liði umferðarinnar eftir 1-1 jafntefli í viðureign liðanna í Grafarvogi.

Í Vestmannaeyjum náðu heimamenn stigi gegn FH. Kaj Leo í Bartalsstovu var valinn maður leiksins en hann hefur verið besti leikmaður ÍBV í upphafi tímabils.

Í vörn úrvalsliðsins eru svo Víkingarnir Davíð Örn Atlason og Halldór Smári Sigurðsson eftir markalausan leik gegn Breiðabliki í Kópavoginum.

Sjá einnig:
Úrvalslið 4. umferðar
Úrvalslið 3. umferðar
Úrvalslið 2. umferðar
Úrvalslið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner