Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fim 24. maí 2018 22:40
Sævar Ólafsson
Binni Gests: Stevie Wonder hefði dæmt þetta betur
Brynjar var langt í frá sáttur við vítaspyrnudóminn
Brynjar var langt í frá sáttur við vítaspyrnudóminn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍR-ingar heimsóttu nágranna sína í Leikni í kvöld og var niðurstaðan 3-1 tap. Brynjar Gestsson þjálfari ÍR var skiljanlega allt annað en sáttur við niðurstöðuna.
“Við byrjuðum náttúrulega af krafti – það var ekkert mikið að gerast þarna í byrjun hjá þeim” sagði Brynjar Gestsson um byrjun leiksins en svo snerist taflið sökum einstaklingsmistaka sem færðu Leiknismönnum tvo álitlega sénsa sem þeir nýttu sér til hins ýtrasta.


“Einstaklingsmistök hjá honum Nile – hann klikkar bara þarna í tvö skipti - ansi illa og þeir refsa bara þarna með tveimur mörkum. Maður ætlast bara til þess að menn skili þessu betur af sér – þetta er dýrt

Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 -  1 ÍR

Jafnræði var með liðunum það sem eftir lifði hálfleiks en gestirnir komu sterkir út úr hálfleiknum.

“2-0 í hálfleik og það þyrfti aðeins að peppa þetta í gang og við komum virkilega ferskir út - síðan er dæmt á okkur þarna víti sem er enginn á vellinum botnar neitt í”

“Ég veit ekki hvað hann sá – eða hvað hann sá ekki, ég hugsa að Stevie Wonder hefði dæmt betur” sagði Brynjar og var skiljanlega ekki sáttur við vítaspyrnudóminn umdeilda.

“Við vildum vera aðeins hraðari og meira direct og hefðum alveg getað gert þarna þrjú, fjögur mörk” bætti Brynjar svo við en hans menn mættu beittari út úr hálfleiknum.

“Þetta er sama sagan – við erum alltaf að spila alveg glimrandi vel í síðari hálfleik eftir að vera lentir 2-0 undir – en þú getur ekki gefið þetta forskot, þú getur það ekki” sagði Brynjar en þetta var annar leikurinn í röð sem lærisveinar hans lenda 2-0 undir.

Sökum tæknilegra mistaka er viðtalið því miður ekki í landscape og er beðist forláts á því en viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner
banner