Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   fim 24. maí 2018 22:55
Sævar Ólafsson
Fúsi: Fórum svolítið í grunngildin
Fúsi stýrði Leiknisliðinu til fyrsta sigurs tímabilsins
Fúsi stýrði Leiknisliðinu til fyrsta sigurs tímabilsins
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Leiknir úr Breiðholti sótti mikilvægan fyrsta sigur í Inkasso deildinni þegar nágrannar þeirra ÍR komu í heimsókna á gervigrasið á Leiknisvelli. Vigfús Arnar Jósepsson aðstoðarþjálfari liðsins var í brúnni í dag í ljósi brottvikningar Kristófers Sigurgeirssonar í byrjun vikunnar.

“Við fórum svolítið í grunngildin – við höfum verið að tapa leikjum á því að klikka á grunnatriðunum, dekkning, vinna annan bolta, og þessi litli atriði og við vorum svolítið að fókusera á þau og að klára þau vel” svaraði Fúsi aðspurður um hvaða hluti var lagt upp með fyrir leikinn mikilvæga.




Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 -  1 ÍR

“Við vildum vera svo aðeins áræðnari á að spila vel – halda boltanum og halda í hann og búa til eitthvað á síðasta þriðjung – búa til færi og það gekk bara svona helvíti vel í dag” bætti hann svo við.

Leiknisliðið gerði vel og refsaði ÍR liðinu fyrir einstaklingsmisstök og sat á tveggja marka forystu í hálfleik. Svo í síðari hálfleik dró til tíðinda þegar Jóhann dómari leiksins dæmdi vítaspyrnu.

“Frá mínu sjónarhorni var þetta bara pjúra víti og reyndar í fyrsta skipti sem ég sé leikmann fá víti fyrir að spila góða vörn – góð boltapress og kemst framfyrir manninn og víti frá mínu sjónarhorni” sagði Fúsi um vítaspyrnuna.

Lokamínúturnar voru spennuþrungnar þar sem gestirnir voru aðgangsharðir og hefði ef til vill með smá heppni getað minnkað muninn enn frekar.

“Ekkert stress – kannski örlítið, það er kannski fylgifiskur að vera í smá brekku og sjálfstraustið kannski ekki alveg í botni, menn verða kannski aðeins passífir og hraðinn dettur aðeins niður. Við duttum aðeins niður en við héldum áfram að dekka vel og þessi grunngildi sem við töluðum um áðan – þau voru bara í fínu standi”

Sökum tæknilegra mistaka er viðtalið því miður ekki í landscape og er beðist forláts á því en viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner