Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
   þri 05. júní 2018 14:29
Elvar Geir Magnússon
Ramos: Bíð eftir því að Firmino segist hafa fengið kvef vegna svitadropa frá mér
Ramos og Salah.
Ramos og Salah.
Mynd: Getty Images
Sergio Ramos, varnarmaður Real Madrid, hefur í fyrsta sinn tjáð sig um atvikið úr úrslitaleik Meistaradeildarinnar þegar Mohamed Salah meiddist eftir viðskipti við hann.

Þeir féllu báðir til jarðar og Salah féll það illa að hann gat ekki haldið áfram leik. Real vann á endanum 3-1 þar sem Karim Benzema skoraði og Gareth Bale gerði tvö.

Salah er meiddur á öxl og berst fyrir því að verða klár fyrir HM í Rússlandi.

„Andskotinn, það er mikið talað um þetta Salah dæmi. Ég vildi ekki tjá mig því allt er blásið upp sem er sagt," segir Ramos.

„Hann greip fyrst í handlegginn á mér og ég féll á hina hliðuna, meiðslin urðu á hinni hendinni og þeir segja að ég hafi tekið hann júdótaki. Eftir að markvörðurinn segir að ég hafi gefið honum svima þá bíð ég bara eftir því að Firmino segist hafa fengið kvef vegna svitadropa frá mér."

Ramos segist hafa sent Salah skilaboð og hann hafi tekið vel í þau.

„Þegar Ramos gerir eitthvað þá er gert meira úr málinu. Ég veit ekki hvort það sé vegna þess að maður hefur verið í Madríd svona lengi og unnið svona mikið, þá kannski horfir þetta öðruvísi við," segir Ramos.
Athugasemdir
banner
banner