fim 14. júní 2018 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland í dag - Nær Stjarnan í sinn þriðja sigur í röð?
Stjörnumenn eru ferskir þessa daganna. Þeir halda til Akureyrar í dag.
Stjörnumenn eru ferskir þessa daganna. Þeir halda til Akureyrar í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Níundu umferð Pepsi-deildar karla lýkur á þessum fimmtudegi. Tveir leikir voru í gær og eru hinir fjórir leikirnir í kvöld.

Stjarnan skellir sér til Akureyrar og mætir KA í fyrsta leik kvöldsins klukkan 18:00. Stjörnumenn geta varla verið ferskari eftir að hafa unnið Fjölni 6-1 í síðustu umferð á meðan KA hefur ekki verið að gera neinar rósir hingað til. KA tapaði fyrir Val í síðustu umferð.

Klukkan 19:15 hefjast þrír leikir og þar mætast Keflavík og KR í beinni útsendingu. Leikur KA og Stjörnunnar er líka sýndur beint.

Í dag eru einnig tveir leikir í 2. deild þar sem topplið Aftureldingar mætir sjóðheitum Káramönnum í fróðlegum leik.

Þá eru tveir leikir í 2. deild kvenna og þrír leikir í 4. deild karla en allir leikirnir eru hér að neðan.

fimmtudagur 14. júní

Pepsi-deild karla
18:00 KA-Stjarnan (Akureyrarvöllur - Stöð 2 Sport)
19:15 Fjölnir-Grindavík (Extra völlurinn)
19:15 Keflavík-KR (Nettóvöllurinn - Stöð 2 Sport 2)
19:15 FH-Víkingur R. (Kaplakrikavöllur)

2. deild karla
19:15 Leiknir F.-Völsungur (Fjarðabyggðarhöllin)
19:15 Afturelding-Kári (Varmárvöllur)

2. deild kvenna
19:15 Fjarðab/Höttur/Leiknir-Völsungur (Norðfjarðarvöllur)
20:00 Augnablik-Hvíti riddarinn (Fífan)

4. deild karla - A-riðill
19:00 Stál-úlfur-Snæfell/UDN (Kórinn - Gervigras)

4. deild karla - D-riðill
20:00 Vatnaliljur-ÍH (Fagrilundur)
20:00 Kría-Kórdrengir (Vivaldivöllurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner