Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 14. júní 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Verður dýrastur í sögu Nottingham Forest
Joao Carvalho.
Joao Carvalho.
Mynd: Getty Images
Nottinham Forest, sem leikur í Championship-deildinni á Englandi, er að ganga frá kaupum á miðjumanninum Joao Carvalho frá Benfica fyrir 13 milljónir punda.

Sky Sports og aðrir enskir fjölmiðlar greina frá þessu.

Carvalho verður langdýrasti leikmaður í sögu Forest ef allt gengur eftir, en í augnablikinu er sóknarmaðurinn Britt Assombalonga sá dýrasti í sögu félagsins. Hann var keyptur fyrir 6,2 milljónir punda frá Peterbrough sumarið 2014.

Carvalho er 21 árs að aldri en hann hefur spilað fyrir öll yngri landslið Portúgals, frá U15 upp í U21.

Liðsfélagi Carvalho hjá Benfica sóknarmaðurinn Diogo Goncalves er líka á leiðinni til Forest. Hann kemur á láni út næsta tímabil.

Umboðsmaður beggja leikmann er Jorge Mendes, sem hefur unnið náið með Wolves síðustu mánuði.

Nottingham Forest endaði í 17. sæti Championship á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner