mið 13. júní 2018 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Notaði skemmtilega aðferð til að spyrja Griezmann
Verður Griezmann áfram hjá Atletico.
Verður Griezmann áfram hjá Atletico.
Mynd: Getty Images
Antoine Griezmann kveðst vera búinn að ákveða framtíð sína en vill enn ekkert gefa upp.

Möguleikar Griezmann eru annað hvort að vera áfram hjá Atletico eða að fara til Barcelona.

Í gær, á blaðamannafundi, sagðist hann vera búinn að ákveða sig en vildi ekkert segja. „Dagurinn í dag er ekki rétti dagurinn til að tala um framtíð mína," sagði Griezmann.

Eftir að Griezmann sagði þetta var tekin ákvörðun um að blaðamannafundurinn færi fram á frönsku svo spænskir fjölmiðlamenn væru ekki að spyrja hann meira út í framtíðina.

Það stoppaði ekki einn spænskan blaðamann sem notaði Google Translate, verkfæri sem margir námsmenn kannast vel við. Þetta fór ekki vel í franska fjölmiðalfulltrúann eins og sjá má hér að neðan.

Griezmann, sem er 27 ára, sagði á dögunum að framtíð hans myndi skýrast í þessari viku.



Athugasemdir
banner
banner
banner