Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 14. júní 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: BBC 
PSG þarf að selja leikmenn fyrir 60 milljónir evra
Mynd: Getty Images
Frakklansmeistararnir í Paris Saint-Germain þurfa að selja leikmenn að andvirði 60 milljónum evra fyrir lok júní til þess að Financial Fair Play reglum UEFA um fjárhag félaga verði framfylgt.

Financial Fair Play reglurnar ganga út á að lið verði að halda fjárhag sínum innan ákveðinna marka ella verði þeim refsað með því að fá ekki að kaupa leikmenn eða með synjun á þáttöku í keppnum UEFA.

PSG eyddi stórum fjárhæðum síðasta sumar og gerði meðal annars Neymar að dýrasta knattspyrnumanni sögunnar auk þess sem félagið fékk Kylian Mbappe á láni og er með forkaupsrétt á honum upp á 165 milljónir punda.

UEFA hóf rannsókn á viðskiptum PSG í september síðastliðnum og segir í tilkynningu í gær að franska félagið hafi ekki brotið neinar reglur hingað til.

Þó segir í frétt BBC að PSG verði að selja leikmenn upp á 60 milljónir evra fyrir lok júní til þess að sleppa áfram með refsingu. Í yfirlýsingu UEFA kemur einnig fram að Parísarliðið verði áfram í athugun næstu vikurnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner