Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 13. júní 2018 23:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
4. deild: Hamar, Skallagrímur, Álftanes og GG á sigurbraut
Hamar er á toppnum í A-riðli.
Hamar er á toppnum í A-riðli.
Mynd: Hamar
Marel stýrði Álftanesi til sigurs.
Marel stýrði Álftanesi til sigurs.
Mynd: Magnús Valur Böðvarsson
Fjórir leikir voru í 4. deild karla í kvöld og það var nóg skorað.

A-riðill
Í A-riðli var einn leikur þar sem Hamar sótti þrjú stig á Hvolsvöll gegn KFR. Sigurmarkið kom á 11. mínútu leiksins. Hamar er á toppnum í A-riðli með 10 stig eftir fjóra leiki og lítur liðið vel út. KFR hins vegar er með þrjú stig og er í fimmta sæti af átta liðum.

KFR 0 - 1 Hamar
0-1 Samuel Andrew Malson ('11)

B-riðill
Guillermo Gonzalez Lamarca skoraði þrennu þegar Skallagrímur vann Úlfana í Úlfársdal. Leikurinn var einfaldur fyrir Skallagrímsmenn sem voru komnir í 3-0 eftir hálftíma. Skallagrímur er með níu stig eftir fjóra leiki og er í öðru sæti B-riðils á eftir Reyni Sandgerði sem er með fullt hús stiga. Úlfarnir eru með þrjú stig eftir fjóra leiki og eru í sjöunda sæti af átta liðum.

Úlfarnir 1 - 5 Skallagrímur
0-1 Guillermo Gonzalez Lamarca ('12)
0-2 Mikael Hrafn Helgason ('24)
0-3 Guillermo Gonzalez Lamarca ('27)
0-4 Declan Joseph Redmond ('55)
0-5 Guillermo Gonzalez Lamarca ('56)
1-5 Viktor Sveinsson ('77)
Rautt spjald: Viktor Sveinsson, Úlfarnir ('83=

C-riðill:
Í C-riðli voru tveir leikir. Álftanes er í öðru sæti eftir að hafa burstað á Álafoss á sínum heimavelli 4-0. GG vann þá Kóngana í markaleik og er rétt eins og Álftanes með níu stig. Á toppnum í C-riðlinum er Árborg með fullt hús eftir fjóra leiki. Álafoss hefur safnað fjórum stigum en Kóngarnir eru án stiga. Þeir mega þó eiga það að þeir eru búnir að bæta sig frá því í fyrra.

Álftanes 4 - 0 Álafoss
1-0 Jón Helgi Pálmason ('13)
2-0 Björgvin Júlíus Ásgeirsson ('50)
3-0 Davíð Scheving Thorsteinsson ('65)
4-0 Davíð Scheving Thorsteinsson ('90)

Kóngarnir 3 - 6 GG
Mörk Kónganna: Birgir Örn Pálmason, Hjörtur Gunnarsson og Markús Hávar Jónsson.
Mörk GG: Viktor Guðberg Hauksson, Sigurbjörn Elí Gautason, Sigurður Þór Hallgrímsson, Tómas Jónsson og Símon Logi Thasaphong.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner