Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fim 14. júní 2018 08:18
Magnús Már Einarsson
Ólafur Ingi: Hélt að myndirnar færu ofan í skúffu
Icelandair
Ólafur Ingi sló í gegn í myndatöku hjá FIFA í vikunni.
Ólafur Ingi sló í gegn í myndatöku hjá FIFA í vikunni.
Mynd: Twitter
Ólafur og Olaf úr Frozen!
Ólafur og Olaf úr Frozen!
Mynd: Twitter
Ólafur Ingi Skúlason, miðjumaður íslenska landsliðsins, sló í gegn í myndatöku hjá FIFA í vikunni. Allir leikmenn á HM fara í myndatöku fyrir mótið en Ólafur fór á kostum í myndatökunni með alls konar grettum.

„Myndatökumennirnir baðu mig um að fíflast og ég gerði það, haldandi að þetta væri ofan í skúffu eins og gengur og gerist. Síðan var þetta mætt daginn eftir," sagði Ólafur Ingi léttur í bragði fyrir æfingu í dag.

„Það er svolítið þreytt að standa þarna og kreista fram hallærislegt bros fyrir kameruna. Ég var ánægður með það að fá að gera eitthvað aðeins öðruvísi."

Myndirnar hafa vakið mikla athygli og Ólafur Ingi hefur fundið fyrir því á Twitter.

„Fólk hefur verið að setja upp tvífara og mér og Ólaf úr Frozen. Það er búið að vera létt yfir því og mjög skemmtilegt."

Mottan hverfur eftir HM
Ólafur Ingi er með myndarlega mottu þessa dagana en hún mun fá að fjúka eftir HM.

„Þetta fer örugglega af eftir HM. Þetta er hálfgert klámmyndaskegg, þetta er ekki mjög fallegt. Þetta var gert í smá djóki. Ætli maður verði ekki hálffúll eftir nokkur ár þegar maður horfir á myndir af sér með hormottu framan í sér. Maður tekur það á sig," sagði Ólafur Ingi hress að lokum.
Athugasemdir
banner
banner