Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
   fim 14. júní 2018 10:00
Magnús Már Einarsson
Emil: Bið Freysa um video af þessum gæum
Icelandair
Emil á æfingu í vikunni.
Emil á æfingu í vikunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„KSÍ og þeir sem hafa skipulagt þetta fyrir okkur eiga ótrúlega mikið hrós skilið. Það er erfitt að hafa þetta betra en það er," sagði Emil Hallfreðsson í dag aðspurður út í aðstæður íslenska landsliðsins í Rússlandi.

Íslenska landsliðið heldur í dag til Moskvu þar sem það mætir Argentínu í fyrsta leik á HM á laugardaginn. Íslenska liðið er að kortleggja Argentínumenn fyrir leikinn á laugardag.

„Við tókum góðan fund í gær og við tókum líka fund á Íslandi. Við þekkjum aðeins til þeirra en við fórum yfir alls konar taktíska fundi sem var gott að fara yfir."

„Þeir hafa ekki marga veikleika en við ætlum að reyna að nýta okkur það sem við teljum vera veikleika og vonandi heppnast það."

Emil hefur sjálfur mætt leikmönnum í argentínska liðinu í leikjum í Serie A á Ítalíu.

„Ég kannast við Lucas Biglia sem spilaði með Lazio og spilar með AC Milan núna. Ég hef spilað nokkrum sinnum a móti honum og þekki til hans. Síðan þekkir maður hina gæana líka. Ég bið Freysa (Frey Alexandersson) um að fá 3-4 video af þessum gæum til að skoða hreyfingar og sjá hvernig þeir vilja gera þetta."

Emil spilaði lítið með Udinese síðari hluta tímabils en hann lék lokaleiki tímabilsins. Emil byrjaði bæði gegn Noregi og Gana og hann er í fínu standi fyrir HM.

„Ég er ótrúlega sáttur. Maður var orðinn svolítið þreyttur á því í lok tímabilsins að fá ekki að spila hjá Udinese undir lok tímabils. Ég spilaði síðustu tvo leikina og það var frábært fyrir mig. Ég er í 100% standi og klár ef þess þarf."

Íslenskir stuðningsmenn fóru á kostum á EM í Frakklandi og Emil er spenntur fyrir því að spila fyrir framan þá.

„Þetta var alltaf gæsahúð í Frakklandi. Það verður ótrúlega spennandi og skemmtilegt að takast á við þetta verkefni með þeim," sagði Emil.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner