Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fim 14. júní 2018 08:34
Arnar Daði Arnarsson
Gelendzhik
Ari spilar Fortnite við átta ára krakka: Shit hvað ég er lélegur
Icelandair
Stund milli stríða hjá Ara í Rússlandi.
Stund milli stríða hjá Ara í Rússlandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Síðustu nætur hafa verið fínar. Maður hefur sofið vel og spilað smá tölvuleiki, þetta er búið að vera fínt. Við höfum verið að spila Fortnite saman, það er hriklega gaman," sagði Ari Freyr Skúlason leikmaður Lokeren og íslenska landsliðsins.

Hann er ekkert að fela það hversu lélegur hann er í Fortnite leiknum sem sem hefur verið gríðarlega vinsæll síðustu mánuði.

„Shit hvað maður er lélegur. Þetta er gaman, maður er að spila við einhverja átta ára krakka. Þetta er bara skemmtilegt," sagði Ari sem býst nú við því að taka sér frí frá tölvuleikjaspilun þar sem íslenska liðið ferðast til Moskvu seinni partinn. Í þeirri borg leikur Ísland sinn fyrst leik á Heimsmeistaramótinu gegn Federico Fazio og félögum í Argentínu.

„Ég held að maður sé ekkert að fara ferðast með Playstation í borgirnar sem við spilum í. En meðan maður er hér þá er fínt að hafa þetta sem afþreyfingu."

„Undirbúningurinn hefur gengið mjög vel. Það hafa verið góðar æfingar, það hefur verið kraftur og allir vilja vinna. Menn hafa sýnt smá pirring sem sýnir að við viljum alltaf vinna, sama hvort það sé í æfingum eða leikjum."

Ari Freyr kom inn á sem varamaður gegn Noregi í vináttulandsleik á dögunum á vinstri kantinn.

„Heimir veit að ég get spilað fleiri en eina stöðu. Ég hef gert það á mínum ferli. Ég hef kannski spilað alltof margar stöður en það verður að koma í ljós. Ég er alltaf klár þegar kallið kemur."

Í kringum EM í Frakklandi þá var hópur Ítala sem auglýsti sig sem stuðningsmannahóp Ara Frey, og það var ekkert einhver smá hópur heldur heill bær. Það hefur síðan verið umtalað að Ítalir ætli að styðja Ísland á HM þar sem þeir sjálfir eru ekki með á mótinu.

„Maður hefur eitthvað aðeins séð frá því inn á milli á Facebook. Ítalía hefur höfum ætlar að styðja okkur. Það er mjög skemmtilegt að fá svona stóran hóp að styðja við bakið á okkur líka," sagði Ari Freyr sem viðurkennir að hann sé ekki góður í ítölskunni og kunni þá allra helst einhver ljót orð.

Viðtalið í heild sinni við Ara Frey má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner