fim 14. júní 2018 09:17
Elvar Geir Magnússon
Sænskur njósnari leigði íbúð til að sjá æfingu hjá Suður-Kóreu
Sænskir stuðningsmenn.
Sænskir stuðningsmenn.
Mynd: Getty Images
Það er öllum brögðum beitt á HM en sænskir fjölmiðlar segja frá því að leikgreinandinn Lasse Jacobsson hafi farið óvenjulega leið til að njósna um lokaða æfingu Suður-Kóreu.

Lasse fann íbúð með útsýni yfir æfingavöll Suður-Kóreu og leigði hana af þýsku pari.

Þegar starfsmenn landsliðs Suður-Kóreu komu upp að Lasse sýndi hann góða leiklistarhæfileika og þóttist ekki hafa neina fótboltavitneskju.

„Ég spurði hvort þetta hafi verið landsliðið að æfa sig," sagði Lasse hlæjandi við sænska fjölmiðla. Hann segist hafa fengið allar þær upplýsingar sem hann vildi en Svíþjóð mætir Suður-Kóreu á mánudaginn. Í riðlinum eru einnig Þýskaland og Mexíkó.

Sjá einnig:
Öryggisstjórinn með kíki - Spilunum haldið þétt að sér
Athugasemdir
banner
banner
banner