fim 14. júní 2018 09:26
Elvar Geir Magnússon
Ekki í boði að ræða við Aron Einar
Icelandair
Aron á æfingu í Gelendzhik.
Aron á æfingu í Gelendzhik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði var ekki í boði til viðtals fyrir fjölmiðlamenn á æfingasvæðinu í Gelendzhik í dag.

Samkvæmt fjölmiðladagskrá áttu leikmenn með treyjunúmerin 16-23 að vera í viðtölum í dag.

Aron er númer 17 en var samt ekki í boði í dag.

Hann verður hinsvegar á fréttamannafundi í Moskvu á morgun og er það ástæðan fyrir því að hann var ekki í viðtölum í dag að sögn fjölmiðlafulltrúa KSÍ.

Aron er tæpur fyrir leikinn gegn Argentínu sem fram fer á laugardaginn og staðan á honum mikið verið í umræðunni. Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari hefur þó sagt að Aron verði pottþétt klár í leikinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner