fim 14. júní 2018 13:30
Ívan Guðjón Baldursson
Vinur Jesus setti byrjunarlið Brasilíu á Instagram
Mynd: Getty Images
Brasilíska landsliðið er að æfa á fullu fyrir fyrstu umferð Heimsmeistaramótsins þar sem liðið á leik gegn Sviss á sunnudaginn.

Landsliðið hefur verið að æfa undir luktum dyrum til að gefa andstæðingunum engar taktískar upplýsingar, en vinir og fjölskyldur landsliðsins eru þau einu sem mega horfa.

Fjölmiðlar og stuðningsmenn fá aðeins að fylgjast með æfingum liðsins fyrsta stundarfjórðunginn, svæðinu er svo lokað út æfinguna.

Vinur Gabriel Jesus, sóknarmanns Brasilíu, fékk að vera eftir með landsliðinu og deildi því sem hann sá með Instagram fylgjendum sínum.

Hann birti óvart byrjunarlið Brasilíu í myndbandi sem brasilískir fréttamenn voru mjög snöggir að finna. Skömmu síðar var myndbandinu eytt af Instagram en skaðinn skeður.

Tite hefur breytt byrjunarliði brasilíska landsliðsins í hverjum einasta leik sem hann hefur stýrt og verður þetta í fyrsta sinn sem byrjunarliðið helst óbreytt milli leikja. Þetta er sama byrjunarlið og steig á svið í öruggum 3-0 sigri gegn Austurríki á útivelli.

Byrjunarlið Brasilíu:
Alisson; Danilo, Thiago Silva, Miranda, Marcelo; Casemiro, Paulinho, Coutinho; Willian, Neymar, Jesus.

Leikmannahópur Brasilíu:
Markmenn: Alisson (Roma), Ederson (Manchester City), Cassio (Corinthians).

Varnarmenn: Danilo (Manchester City), Fagner (Corinthians), Marcelo (Real Madrid), Filipe Luis (Atletico Madrid), Thiago Silva, Marquinhos (both PSG), Miranda (Inter Milan), Pedro Geromel (Gremio).

Miðjumenn: Casemiro (Real Madrid), Fernandinho (Manchester City), Paulinho (Barcelona), Fred (Shakhtar Donetsk), Renato Augusto (Beijing Guoan), Philippe Coutinho (Barcelona), Willian (Chelsea), Douglas Costa (Juventus).

Sóknarmenn: Neymar (PSG), Taison (Shakhtar Donetsk), Gabriel Jesus (Manchester City), Roberto Firmino (Liverpool).
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner