Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
banner
   fim 14. júní 2018 16:30
Ívan Guðjón Baldursson
Hörður Björgvin: Dybala getur tekið við af Messi
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hörður Björgvin Magnússon er líklegur til að vera í byrjunarliði Íslands í stöðu vinstri bakvarðar í fyrsta leik á HM.

Hörður segist hlakka til að mæta Argentínu. Verði hann í byrjunarliðinu fær hann ansi erfiðan andstæðing á móti sér, Lionel Messi.

„Það er þvílík tilhlökkun fyrir að keppa á móti svona sterku landsliði, það gerist ekki oft. Þetta er stór leikur fyrir þjóðina og auðvitað viljum við að þessi leikur verði skemmtilegur, eins og allir aðrir.

„Þeir koma inn í þetta mót með mikla pressu á sér en við höfum enga pressu. Við höfum engu að tapa og reynum að nýta að þeir eru undir pressu. Við þurfum að refsa þeim, reyna að taka þá úr stöðum."


Hörður segir leikmenn vera vel undirbúna fyrir leikinn eftir góða fundi með Frey Alexanderssyni, Freysa.

„Við erum eiginlega tilbúnir fyrir þetta. Nú er bara að æfa og koma sér í betra stand.

„Fundurinn með Freysa var í gær. Þetta var góður hálftíma fundur hjá honum, enginn sofnaði. Hann er þannig gæi að hann heldur öllum vakandi á svona fundum því hann er skemmtilegur og góður í þessu."


Hörður var samherji Paulo Dybala hjá Juventus og eru þeir enn félagar í dag. Hann segist hlakka til að hitta Dybala, sem verður ekki í byrjunarliðinu því hann spilar í sömu stöðu og Lionel Messi.

„Ég hef ekkert heyrt í honum nýlega. Ég heyrði í honum áður en við drógumst með þeim. Það verður bara gaman að sjá hann og hitta á hann. Hann er ungur, hann er framtíðin. Sumir segja að þetta sé síðasta Heimsmeistaramótið hans Messi, Dybala gerir gott tilkall til að taka þessa stöðu þegar Messi hættir."
Athugasemdir
banner
banner
banner