fim 14. júní 2018 16:57
Ívan Guðjón Baldursson
HM: Rússar völtuðu yfir Sádí-Arabíu
Mynd: Getty Images
Rússland 5 - 0 Sádí-Arabía
1-0 Yury Gazinskiy ('12)
2-0 Denis Cheryshev ('43)
3-0 Artem Dzyuba ('71)
4-0 Denis Cheryshev ('91)
5-0 Aleksandr Golovin ('95)

Rússar mættu Sádí-Arabíu í opnunarleik Heimsmeistaramótsins og byrjuðu heimamenn af krafti.

Yury Gazinskiy gerði fyrsta markið snemma leiks, hann var óvaldaður í teignum eftir að varnarmaður Sáda datt. Aleksandr Golovin gaf frábæra fyrirgjöf sem Gazinskiy skallaði í netið.

Alan Dzagoev þurfti að fara meiddur af velli nokkru síðar og kom Denis Cheryshev inná í hans stað. Cheryshev tvöfaldaði forystu Rússa skömmu fyrir leikhlé með frábæru marki, þar sem hann fór framhjá tveimur varnarmönnum áður en hann kláraði laglega.

Sóknarmaðurinn stóri Artem Dzyuba kom inn snemma í síðari hálfleik og gerði þriðja markið mínútu síðar, þegar hann stangaði glæsilega fyrirgjöf Golovin í netið.

Sádar voru mikið með boltann en fundu engar leiðir framhjá skipulögðum Rússum sem virkuðu afar hættulegir fram á við.

Þegar leikurinn virtist vera að fjara út gáfu heimamenn í og gerði Cheryshev stórkostlegt fjórða mark áður en Golovin fullkomnaði sinn leik með marki beint úr aukaspyrnu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner