Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 14. júní 2018 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Goal 
Pickford kveðst vera betri en De Gea á svipuðum tímapunkti
Jordan Pickford.
Jordan Pickford.
Mynd: Getty Images
Jordan Pickford, markvörður Everton og enska landsliðsins, er á þeirri skoðun að hann sé betri en David de Gea var á svipuðum tímapunkti í ensku úrvalsdeildinni.

Pickford er 24 ára. De Gea var í vandræðum á sínum fyrstu tímabilum í Englandi en var nokkuð fljótur að festa sig í sessi sem einn besti markvörður deildarinnar.

„De Gea hefur verið ótrúlegur síðustu tvö, þrjú tímabil og er örugglega besti markvörður í heiminum í augnablikinu," sagði Pickford við blaðamenn.

„Ég var aðeins að klára mitt annað tímabil í ensku úrvalsdeildinni. Það tók De Gea sinn tíma að komast á þann stall sem hann er á í dag, en það hefur ekki tekið mig eins langan tíma."

Búist er við því að Pickford verði aðalmarkvörður Englands á HM. Hann hefur aðeins leikið þrjá landsleiki hingað til.
Athugasemdir
banner
banner