Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fim 14. júní 2018 20:34
Egill Sigfússon
Ævar Ingi: Líklega erfiðasti útivöllur landsins
Ævar byrjaði sinn fyrsta leik í eitt og hálft ár í kvöld
Ævar byrjaði sinn fyrsta leik í eitt og hálft ár í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan heimsótti KA menn á Akureyrarvöll í kvöld og unnu sterkan 2-1 sigur í miklum baráttuleik. Ævar Ingi leikmaður Stjörnunnar spilaði með KA upp alla yngri flokka og sagði mjög sterkt að vinna á svona erfiðum útivelli.

Lestu um leikinn: KA 1 -  2 Stjarnan

„Frábært að taka þrjú stig, þetta er líklegast erfiðasti útivöllur á landinu þannig að þetta eru mjög mikilvæg þrjú stig í baráttunni."

Ævar var meiddur eiginlega alla síðustu leiktíð og fékk þungt höfuðhögg í upphafi móts í ár. Ævar var gífurlega ánægður að byrja í dag eftir langa fjarveru úr byrjunarliði í Pepsí-deildinni.

„Þetta er fyrsti byrjunarliðsleikurinn minn í eitt og hálft ár þar sem ég var meiddur allt síðasta tímabil svo það er mjög ánægjulegt að vera kominn af stað aftur."

Stjarnan byrjaði mótið illa en hafa verið mjög öflugir seinni hluta móts, Ævar sagði að erfitt væri að stoppa þá eins og þeir spila í dag.

„Það virðist ekkert lið geta stoppað okkur þegar við erum í þessum ham en þetta var hörkuleikur og þetta datt okkar megin í dag."
Athugasemdir
banner
banner
banner