Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 14. júní 2018 21:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild: Afturelding tók Kára í kennslustund
Mynd: Raggi Óla
Afturelding situr á toppi 2. deildar. Mosfellingar fóru illa með nýliða í Kára í Mosfellsbæ í kvöld.

Afturelding lenti reyndar undir en kom til baka. Ragnar Már Lárusson kom Kára yfir en í næstu sókn jafnaði Tryggvi Magnússon. Staðan var 2-1 fyrir Aftureldingu í hálfleik.

Andri Freyr Jónasson gerði út um leikinn í seinni hálfleik með tveimur mörkum en síðasta mark leiksins gerði fyrirliðinn Wentzel Steinarr R Kamban. Lokatölur 5-1 og Afturelding er á toppnum. Kári hafði unnið fimm leiki í röð en voru teknir í kennslustund í kvöld.

Í hinum leik kvöldsins mistókst Völsungi að komast upp fyrir Kára. Völsungur komst 2-0 yfir gegn Leikni F. í Fjarðabyggðarhöllinni en missti forystuna frá sér. Leikurinn endaði 2-2.

Völsungur er í fjórða sæti með 14 stig en Leiknir F. í tíunda sæti með fimm stig úr sjö leikjum.

Leiknir F. 2 - 2 Völsungur
0-1 Travis Nicklaw ('30)
0-2 Sjálfsmark ('50)
1-2 Dagur Ingi Valsson ('76)
2-2 Povilas Krasnovskis ('85)

Afturelding 5 - 1 Kári
0-1 Ragnar Már Lárusson ('21)
1-1 Tryggvi Magnússon ('22)
2-1 Jason Daði Svanþórsson ('31)
3-1 Andri Freyr Jónasson ('77)
4-1 Andri Freyr Jónasson ('79)
5-1 Wentzel Steinarr R Kamban ('93)

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner