Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fim 14. júní 2018 21:54
Matthías Freyr Matthíasson
Logi: Finnst þér ég hafa efni á því?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er svosem ekki annað að segja en við buðum FH upp á að spila sinn besta leik og þar var varnarleikur okkar ekki nógu góður. Við byrjuðum leikinn vel og erum að pressa þá og gefum þeim lítinn tíma og þá gekk þetta vel" sagði Logi Ólafsson þjálfari Víkinga eftir 3 - 0 tap fyrir FH í kvöld.

Lestu um leikinn: FH 3 -  0 Víkingur R.

„Síðan fá þeir dæmda vítaspyrnu sem mér finnst afar vafasöm og meira að segja sá sem fékk vítið fyrir FH bjóst ekki við því að fá víti út á þetta og mér fannst það mjög harður dómur. Það að lenda undir á móti FH er ekki gott og en ekki þarf fyrir að þá fáum við á okkur tvö mörk þar til viðbótar sem við eigum ekki að fá á okkur og FH skapaði fullt af færum og þeir voru bara betri heldur en við í dag. Við töpuðum fyrir góðu FH liði.

Framhaldið horfir þannig við mér að við verðum að hittast á morgun og hreinsa þetta í burtu. Við eigum ekki leik fyrr en 1. júlí þannig að okkur gefst góður tími til að undirbúa okkur undir það og koma sterkir til baka og sýna okkar rétta andlit"


Teluru þig þurfa að styrkja liðið þegar glugginn opnar í Júlí?

„Við þurfum að hafa okkar menn heila. Við fáum Kára Árnason eftir Rússlandsævintýrið og hann styrkir okkur væntanlega mikið þannig að það er ekkert annað í kortunum"

Þú minnist á Rússland. Ætlar þú til Rússlands að horfa á einhverja leiki?

„Nei finnst þér ég hafa efni á því. Ég held að okkur veiti ekki af tímanum bara í að æfa heldur en að vera að þvælast einhverstaðar í útlöndum" sagði Logi léttur við þessari spurningu blaðamanns.

Nánar er rætt við Loga í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner