Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 14. júní 2018 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eddi Gomes spilaði sinn síðasta leik fyrir FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðvörðurinn sterki Eddi Gomes spilaði sinn síðasta leik fyrir FH í kvöld er liðið sigraði Víkingi R. á heimavelli sínum í Kaplakrika.

Eddi byrjaði fjóra leiki fyrir FH, einn í bikar og þrjá í deild og stóð sig heilt yfir nokkuð vel.

Mikla athygli vakti þegar FH fékk Eddi á láni í lok febrúar. Hinn 29 ára gamli Eddi var einn besti varnarmaðurinn í dönsku úrvalsdeildinni áður en Henan Jianye í Kína keypti hann árið 2015.

Eddi kom meiddur til FH og markmiðið var að hann myndi komast aftur í gang eftir meiðsli með liðinu.

Þessi sterki miðvörður fer núna aftur til Kína að hjálpa Henan Jianye sem er í 14. sæti af 16 liðum í úrvalsdeildinni eftir ellefu umferðir.

Það er næg breidd hjá FH en Pétur Viðarsson og jamaíski miðvörðurinn Rennico Clarke voru á bekknum í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner