Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   fim 14. júní 2018 22:29
Sverrir Örn Einarsson
Rúnar: Gríðarlega sáttur með byrjunina
Rúnar Kristinsson þjálfari KR
Rúnar Kristinsson þjálfari KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er gríðarlega sáttur með byrjunina af því að við náttúrulega urðum fyrir ákveðnu áfalli í síðasta leik en við vissum það innst inni að við spiluðum frábæran leik á móti FH á móti frábæru liði og við þurftum að hafa jafn mikið fyrir hlutunum í dag," sagði Rúnar Kristinsson eftir sigur á Keflavík.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  4 KR

KR hóf leikinn á mikilli hápressu sem skilaði tveimur mörkum strax í upphafi og spurði fréttaritari Rúnar hvort það hafi verið uppleggið að pressa Keflavík hátt á vellinum?

„Já við vildum allavega ekki gefa þeim einhver tækifæri á að vera byggja upp mikið spil og aðeins að reyna að hægja á þeim og setja pressu á þá og reyna vera með boltann ofar á vellinum eins og gerðist síðan og það gekk vel.“

André Bjerregaard einn markaskorara KR í leiknum meiddist um miðbið fyrri hálfleiks og þurfti að yfrgefa völlinn. Vissi Rúnar eitthvað nánar um það rétt eftir leikslok?

„Nei hann fékk bara högg snemma leiks í hnésbótina og það er ekki alvarlegt held ég hann verður orðinn fínn eftir einhverja daga sem betur fer kemur einhver pása núna og hann ætti að ná sér fyrir næsta leik sama og með Kennie Chopart sem var meiddur í dag og gat ekki verið með.“

Nánar er rætt við Rúnar í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner