Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 14. júní 2018 23:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lopetegui talar um „besta og sorglegasta dag lífs síns"
Julen Lopetegui og Florentino Perez.
Julen Lopetegui og Florentino Perez.
Mynd: Getty Images
Lopetegui felldi nokkur tár.
Lopetegui felldi nokkur tár.
Mynd: Getty Images
Julen Lopetegui segist hafa átt sinn sorglegasta dag í lífinu að undanskildu andláti móður sinnar í gær er hann var rekinn sem landsliðsþjálfari Spánar.

Lopetegui var rekinn sem landsliðsþjálfari Spánar tveimur dögum fyrir fyrsta leik liðsins á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Ástæðan fyrir brottrekstrinum er sú að hann hafði ráðið sig í starf hjá Real Madrid án þess að láta sig vita.

Fernando Hierro mun stýra Spáni á HM í sumar.

Sjá einnig:
Ramos gekk út: Þetta er eins og jarðarför

Lopetegui var í dag kynntur sem nýr þjálfari Real Madrid og svaraði hann nokkrum spurningum í leiðinni.

„Í gær var sorglegasti dagur lífs míns frá því móðir mín lést. Í dag er hins vegar besti dagur lífs míns," sagði hinn 51 árs gamli Lopetegui.

„Ég veit hvaða félag þetta er, kröfurnar eru miklar. Í dag er besti dagur lífs míns," sagði Lopetegui en hann spilaði einn leik fyrir aðallið félagsins á leikmannaferlinum. Hann var markvörður. „Ég kom hingað 18 ára með bróður mínum. Ég fór að heiman fyrir Real Madrid."

Lopetegui átti erfitt með að ráða tilfinningar sínar er hann var kynntur hjá Madrídarstórveldinu og felldi nokkur tár.

Perez ósáttur með spænska knattspyrnusambandið
Florentino Perez, forseti Real Madrid, skilur ekki í spænska kanttspyrnusambandinu að reka Lopetegui.

„Við náðum samkomulagi mjög fljótt, á nokkrum klukkustundum. Við vildum leggja fram tilkynningu til þess að forðast allar sögusagnir á meðan mótinu stendur," sagði Perez.

„Það er engin ástæða fyrir því að Julen Lopetegui eigi ekki að vera á bekknum hjá spænska landsliðinu á morgun."

Perez er á því að þetta sé enn ein leiðin til þess að reyna að „eyðileggja ímynd" Real Madrid.

Spánn mætir Portúgal á morgun í fyrsta leik sínum á HM. Leikurinn sem er mjög áhugaverður svona fyrir fram hefst klukkan 18:00 að íslenskum tíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner