Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 15. júní 2018 00:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Salah myndaður með umdeildum leiðtoga Téténíu
Salah er mikið í fréttum þessa daganna.
Salah er mikið í fréttum þessa daganna.
Mynd: Getty Images
Sagt er að Mohamed Salah verði klár í slaginn þegar Egyptaland mætir Úrúgvæ á HM í fótbolta í hádeginu. Salah meiddist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og er tæpur í aðdraganda mótsins en Egyptar eru vongóðir að hann spili gegn Úrúgvæ.

Síðustu daga hefur Salah þó verið mikið gagnrýndur. Ástæðan fyrir því er sú að hann var myndaður með Ramzan Kadyrov, hinum mjög svo umeilda leiðtoga Téténíu.

Kadyrov hefur í gegnum tíðina verið sakaður um ýmiskonar mannréttindabrot. Hann hefur meðal annars verið sakaður um að standa fyrir skipulögðum pyntingum á samkynhneigðum einstaklingum.

Í vikunni náðust myndir af þessum umdeilda leiðtoga brosandi með Salah, helstu stjörnu Liverpool og egypska landsliðsins. Egyptaland er með höfuðstöðvar Grozny í Téténíu í kringum HM, en sagt er að Kadyrov hafi þarna verið að nota Salah í áróðurstilgangi.

„Mohamed Salah er besti fótboltamaður í heimi og fullkomin persóna," sagði Kadyrov við blaðamenn á staðnum.

Manréttindarsamtök eru ekki sátt með Salah, en hann hefur ekki tjáð sig opinberlega um málið.





Athugasemdir
banner
banner
banner