Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 30. júní 2018 19:16
Mist Rúnarsdóttir
Hættir þjálfun Hamranna og fer að spila með mexíkóska landsliðinu
Natalia er hætt sem þjálfari Hamranna. Hún er á leið á æfingamót með Mexíkó og ætlar í kjölfarið að leita sér að nýju liði
Natalia er hætt sem þjálfari Hamranna. Hún er á leið á æfingamót með Mexíkó og ætlar í kjölfarið að leita sér að nýju liði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Natalia Gomez stýrði Hömrunum í síðasta sinn í leik gegn Þrótti fyrr í dag en hún staðfesti í samtali við Fótbolta.net eftir leik að hún er hætt með liðið.

Natalia, sem er 26 ára, ætlar að einbeita sér að leikmannaferlinum. Hún var í stóru hlutverki hjá Íslandsmeisturum Þórs/KA síðasta sumar en glímdi svo við meiðsli í vetur og tók að sér þjálfun Hamranna. Nú er hún orðin góð af meiðslunum og hefur spilað tvo leiki í Inkasso-deildinni. Henni stóð til boða að koma til móts við mexíkóska landsliðið og taka þátt í æfingamóti sem gæti opnað á ný tækifæri hjá henni sem leikmaður.

„Þetta gerðist allt mjög hratt. Ég er að fara til móts við mexíkóska landsliðið og spila með þeim á æfingamóti í lok mánaðar svo ég verð þar í einhvern tíma. Ég þarf að sinna leikmannaferlinum,“ sagði Natalia sem mun í kjölfarið leita sér að nýju liði til að spila með. Hún segir ákvörðunina hafi verið erfiða en vill spila fótbolta á meðan hún getur. Þjálfunin er eitthvað sem hún getur tekið upp aftur síðar á meðan leikmannaferillinn er stuttur.

„Ég elska að þjálfa og það hefur verið í forgangi hjá mér undanfarna mánuði en ég sakna þess að spila. Ég er enn ung og vil láta á þetta reyna.“

Ekki liggur fyrir hver tekur við Hömrunum en Natalia segir það mál í góðum farvegi og á von á að tilkynnt verði um arftaka hennar innan skamms.
Athugasemdir
banner
banner
banner