Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 03. júlí 2018 09:00
Magnús Már Einarsson
Real sendir yfirlýsingu - Ekkert risatilboð í Neymar
Ekki á leið til Real Madrid.
Ekki á leið til Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Real Madrid birti í gærkvöldi yfirlýsingu á heimasíðu sinni þar sem félagið blés á fréttir þess efnis að það sé búið að leggja fram tilboð í Neymar.

Neymar varð dýrasti leikmaður í heimi þegar PSG keypti hann frá Barcelona á 200 milljónir punda í fyrrasumar.

Spænska ríkissjónvarpið birti í gær frétt þar sem sagt var að Real hefði lagt fram ennþá hærra tilboð í leikmanninn til PSG.

Real var ekki lengi að svara með yfirlýsingu þar sem félagið blés á þessa orðróma.

Hinn 26 ára gamli Neymar hefur áður verið orðaður við Real Madrid en sjaldséð er að leikmenn spili bæði með Barcelona og erkifjendunum í Real á ferli sínum.

Neymar er þessa dagana í eldlínunni með brasilíska landsliðinu á HM en hann skoraði og lagði upp í 2-0 sigri á Mexíkó í 16-liða úrslitunum í gær.
Athugasemdir
banner
banner