Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 12. júlí 2018 08:00
Magnús Már Einarsson
Óli Kristjáns: Betra lið en ég átti von á
Ólafur Kristjánsson þjálfari FH.
Ólafur Kristjánsson þjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er fínasta fótboltalið," segir Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, um FC Lahti frá Finnlandi. FH heimsækir Lahti í Evrópudeildinni klukkan 16:00 í dag.

„Þetta er ekki eins og þegar þú ert að fá lið frá Írlandi, Norður-Írlandi eða Wales. Það eru lið sem eru ekki byrjuð að æfa. Þetta er lið sem er á miðju tímabili og er í toppstandi. Maður veit yfirleitt meira þegar maður er búinn að spila fyrri leikinn en ég myndi segja að þetta sé 50/50 leikur í kvöld."

Finnska deildin er í gangi en þar er Lahti í 6. sæti. Ólafur kíkti í stutta ferð til Finnlands á dögunum til að njósna um lið Lahti.

„Ég fór út fyrir tveimur vikum og sá þá spila gegn toppliði HK. Þeir unnu þann leik og HJK er með fínasta lið. Þetta er í raun betra lið en ég átti von á."

Leikur FH gegn Val í Pepsi-deildinni fór fram í júní til að bæði lið myndu fá viku frí á milli Evrópuleikja. FH mætir Lahti í dag og fær síðan góðan tíma í undirbúningi fyrir síðari leikinn í næstu viku.

„Það er mjög jákvætt að þurfa ekki að koma heim á morgun og eiga deildarleik á sunnudaginn. Þó að þetta sé bara þriggja tíma flug þá er þriggja tíma mismunur. Það er mjög fínt að þurfa ekki að hugsa um deildarleik á sunnudaginn. Ég er mjög ánægður með það," sagði Ólafur að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner