fim 12. júlí 2018 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ronaldo tók fyrsta skrefið - Valdi Juventus
Mynd: Getty Images
Það var tíðindamikill dagur í fótboltanum í gær en mesta athygli vöktu kaup Juventus á Cristiano Ronaldo, handhafa Ballon d'Or gullknattarins.

Það var Ronaldo sem tók fyrsta skrefið í viðræðunum við ítölsku meistaranna.

Þetta segir Giuseppe Marotta, framkvæmdastjóri félagsins. „Ég er mjög, mjög ánægður," sagði Marotta við Corriere della Serra eftir að hafa landað Ronaldo.

„Það var Cristiano Ronaldo sem var fyrstur til að trúa á þetta, hann byrjaði þetta allt saman. Hann valdi Juventus og þá komu allir saman og unnu að því að fá leikmanninn."

„Þetta byrjaði allt þegar við fengum Joao Cancelo, sem er með sama umboðsmann og Ronaldo."

Juventus borgar rúmlega 100 milljónir punda fyrir Ronaldo, sem er orðinn 33 ára gamall.

Sjá einnig:
Ronaldo mun klára ferilinn hjá Juventus
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner