Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 11. júlí 2018 21:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Inkasso-deild kvenna: Keflavík styrkti stöðu sína
Tveir 1-0 leikir
Natasha skoraði sigurmark Keflavíkur.
Natasha skoraði sigurmark Keflavíkur.
Mynd: Auður Erla Guðmundsdóttir
Keflavíkur situr í miklum makindum á toppi Inkasso-deildar kvenna eftir sigur á Hömrunum í kvöld.

Keflvíkingar hafa ekki tapað leik í Inkasso-deildinni í sumar og fyrsti tapleikurinn kom ekki á Akureyri í kvöld. Natasha Moraa Anasi skoraði eina mark leiksins í Boganum og tryggði Keflavík sigur.

Á Ásvöllum fór Þróttur heim í Laugardalinn með stigin þrjú. Þróttur lagði Hauka 1-0 að velli.

Gabriela Maria Mencotti skoraði eina mark leiksins á 64. mínútu.

Haukar 0 - 1 Þróttur R.
0-1 Gabriela Maria Mencotti ('64)

Hamrarnir 0 - 1 Keflavík
0-1 Natasha Moraa Anasi ('70)

Hvað þýða þessi úrslit?
Keflavík er á toppi deildarinnar með 22 stig, en Þróttur kemur næst með 17 stig. Haukar eru í fimmta sæti með 13 stig og Hamrarnir sitja í áttunda sæti með fimm stig.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner